Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Láta gott af sér leiða í skólaverkefni 01.06.2012

Dagmar Agnarsdóttir og Dagný Rós Elíasdóttir komu færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins í gær. Þær eru að útskrifast úr 10. bekk Réttarholtsskóla og völdu í lokaverkefni að láta gott af sér leiða. Þær höfðu tekið eftir gjafabréfum Hjálparstarfs kirkjunnar, Gjöf sem gefur á gjofsemgefur.is. Eftir að hafa kynnt sér betur hvaða verkefni eru styrkt í gegnum gjafabréfin ákváðu þær að leggja sitt af mörkum. Afi Dagnýjar, Ólafur Beinteinn Ólafsson sem er höfundur bókarinnar, Fjársjóðurinn, gaf þeim eintök af bókinni sem þær stöllur seldu í sínu hverfi.  Þær söfnuðu samtals 33.900 krónum og keyptu 2 geitur, vatn fyrir 70 manns, neyðarpakka, 4 hænur, kassa af smokkum, grænmetisgarð og 2.500 tré . Allt hlutir sem skipta miklu máli í verkefnalöndum Hjálparstarfsins í Afríku, Eþíópíu, Malaví og Úganda og gera lífið betra og skemmtilegra.

Hjálparstarfið þakkar þetta frábæra framtak, við Íslendingar eigum bjarta framtíð með ungt fólk sem hefur slíkan vilja og kraft til að láta gott af sér leiða!

Til baka