Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Mótorhjólamenn styrkja innanlandsaðstoð 29.05.2012

Árleg mótorhjólamessa í Digraneskirkju var í gær annan í hvítasunnu að venju. Sjaldan koma svo margir mórorhjólamenn saman á einum stað á vélfákum sínum, enda var fullt út úr húsi í Digraneskirkju og bílastæðin full af hjólum. Í messunni var prédikun, altarisganga og tónlistarfólk spilaði Led Zeppelin lög með íslenskum textum.

Á meðan á messunni stóð og eftir hana var selt kaffi og rjómavavöfflur til styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Það er skemmst frá því að segja að salan gekk mjög vel og komu inn rúmlega 131.000 krónur. "Slíkir peningar verða  ekki tíndir upp af götunni" eins og sr. Gunnar Sigurjónsson upphafsmaður messanna orðaði það. Hjálparstarfið þakkar þennan góða stuðning sem nýtist börnum á Íslandi sem búa við kröpp kjör.

Til baka