Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Kynntu framtíðaráform í þróunarstarfi 18.05.2012

Emmanuel Winston og bróðir hans Shamma frá United Church of India (UCCI) heimsóttu biskup Íslands í dag. Bræðurnir starfa báðir fyrir UCCI sem á samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar um skóla- og heimavistarstarf á Indlandi.

Emmanuel, sem er nýútskrifaður lögfræðingur og framkvæmdastjóri UCCI, upplýsti biskup um starfið á Indlandi og kom á framfæri þakklæti fyrir rausnarlegan stuðning Íslendinga. UCCI veitir 2000 börnum 6-17 ára vist á heimavist sinni og skólagöngu. Í gegnum Hjálparstarfið eru um 415 börn studd. Emmanuel ræddi um stöðu starfsins og framtíðaráform m.a. um nýja byggingu fyrir list- og menningariðju skólabarna, hreinsun drykkjarvatns á heimavistarlóðarinnar og minni notkun eldiviðar með því að taka í notkun ný tæki í eldhúsi heimavistarinnar. Karl biskup fór sjálfur í heimsókn til UCCI árið 2001 og lýsti yfir hrifningu yfir starfinu og bað þeim bræðrum og starfinu öllu velfarnaðar og blessunar.

United Christian Church of India, í Andhra Pradesh-fylki, hefur starfað í um aldarfjórðung að því að hjálpa fátæku fólki og börnum þeirra með skólastarfi á nokkrum stöðum, spítalarekstri og matargjöfum. Hjálparstarfið hefur stutt samtökin nær allan þann tíma með því að kosta börn í skóla samtakanna og á heimavist, með stöku stuðningi við spítalann og af og til kostað byggingu og viðhald. Hjálparstarfið er einn stærsti styrktaraðili samtakanna. Á þessu starfsári styrkti Hjálparstarfið, með stuðningi fósturforeldra, alls 415 börn í þremur skólum UCCI. Þar af voru 369 börn voru styrkt til náms og dvalar á heimavist og 46 börn og unglingar sóttu skóla en bjuggu heima. Alls eru 253 barnanna í grunnskóla en 162 börn í framhaldsskóla.

Hjálparstarfið greiðir hluta launa átta kennara til að hjálpa til við að halda í reynda kennara sem gætu freistast af betur launuðu starfi annars staðar. Hjálparstarfið leitar nú að fleiri stuðningsforeldrum sem geta tekið að sér að styðja barn til menntunar.

Með bræðrunum var Jónas Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri HK.

Til baka