Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fósturforeldrar óskast - fundur miðvikud. kl. 20 11.05.2012

Kynning á skóla- og heimavistarstarfi á Indlandi verður miðvikudaginn 16. maí kl. 20 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Emmanuel Winston framkvæmdastjóri starfsins þar og bróðir hans Shamma verða á fundinum, segja frá og taka þátt í umræðum.  Nú sárvantar fósturforeldra.

Sameinaða indverska kirkjan, United Christian Church of India, í Andhra Pradesh-fylki hefur starfað í um aldarfjórðung að því að hjálpa fátæku fólki og börnum þeirra með skólastarfi á nokkrum stöðum, spítalarekstri og matargjöfum. Hjálparstarfið hefur stutt samtökin nær allan þann tíma með því að kosta börn í skóla samtakanna og á heimavist, með stöku stuðningi við spítalann og af og til kostað byggingu og viðhald. Hjálparstarfið er einn stærsti styrktaraðili samtakanna. Á þessu starfsári styrkti Hjálparstarfið, með stuðningi fósturforeldra, alls 415 börn í þremur skólum UCCI. 369 börn voru styrkt til náms og dvalar á heimavist. 46 börn og unglingar sóttu skóla en bjuggu heima. 253 börn eru í grunnskóla en 162 börn í framhaldsskóla.Hjálparstarfið greiðir hluta launa átta kennara til að hjálpa til við að halda í reynda kennara sem gætu freistast af betur launuðu starfi annars staðar.

Börnin eiga öll sameiginlegt að hafa búið við algjöra örbirgð og mörg þekkja þrælavinnu í grjótnámum, á tehúsum, við vefnað, á verkstæðum, í múrsteinagerð og fleiru við ómannúðlegar aðstæður. Flest börnin eru á Emmanúelskólanum í þorpinu Kethanakonda. Nokkur eru í Janet English Medium School, yngrideildaskóla á sama stað, þar sem kennt er á ensku og loks styður Hjálparstarfið ungmenni í iðn-/verkþjálfunarskóla samtakanna. UCCI býður upp á tvö fyrstu ár framhaldsnáms á staðnum. Í gegnum samtökin er hægt að styðja ungmenni áfram til náms í öðrum skólum. Emmanúelskólann sækja alls um 700 heimavistarnemendur á aldrinum 5-17 ára. Skólinn er viðurkenndur og fylgir námsskrá fylkisins. 22 kennarar eru við skólann. Kennt er á telugu, máli héraðsins. Skólahús eru hreinleg með helsta skólabúnaði þótt ekki allar stofur séu búnar bekkjum og borðum. Kemur á móti hvað þjóðin er vön að athafna sig á gólfinu. Sérútbúnar stofur eru fyrir náttúru- og eðlisfræði. Lóð er snyrtileg með nægt rými til leikja. Á heimavistum sofa börnin í kojum eða á dýnum á gólfinu. Þau eiga hvert sinn kistil til að geyma eigur sínar. Vegna fjölgunar nemenda hefði þurft að stækka heimavistir en fjárskortur hefur komið í veg fyrir það. Það er óviðunandi til lengri tíma en á sama tíma og vantar fé til viðhalds. Hjálparstarfið hefur ekki getað orðið við beiðni þar að lútandi. Í skólanum fá börnin þrjár máltíðir á dag og eftirmiðdagskaffi. Þess er gætt að máltíðir séu vel samsettar af nauðsynlegum næringarefnum.

Hægt eð að taka að sér barn sem er á heimavist og gengur í skóla, mánargjald er 2.770 krónur, mánaðargjald fyrir dagskólabarn sem býr heima er 1.870 krónur og krónur 4.070 fyrir framfærslu og framhaldsnám unglings.Smelltu hér til að gerast fósturforeldri.

Til baka