Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Starfsmenn Landsbankans styrkja jólaaðstoð 11.12.2009

Starfsmenn Landsbankans tóku höndum saman í vikunni og söfnuðu fé til styrktar sameiginlegrar jólaaðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Féð mun nýtast þessum þremur hjálparstofnunum við úthlutun matvæla, gjafa og til annarrar aðstoðar við fjölskyldur í neyð um land allt fyrir jólin. 

Starfsmannafélag Landsbankans, FSLÍ, hafði frumkvæði að söfnuninni og  á tveimur dögum lögðu mörg hundruð starfsmanna lóð sín á vogarskálarnar. Starfsmannafélagið lagði sitt af mörkum með því að jafna framlag starfsmanna og loks gaf Landsbankinn veglega upphæð. Þegar allt var talið höfðu safnast sex milljónir króna.
 
Sameiginleg jólaaðstoð fimmta árið í röð – þörfin vex
Fimmta árið í röð standa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands saman að aðstoða fyrir jólin um land allt. Þörfin hefur vaxið verulega og gera má ráð fyrir að allt að 5.000 fjölskyldur leiti sér aðstoðar fyrir þessi jól. Með samræmdri skráningu og sameiginlegri úthlutun á vegum hjálparstofnananna er hægt að veita betri og víðtækari aðstoð.

Mynd                                                                                                                                                                                                              Stjórn starfsmannafélags Landsbankans afhenti fulltrúum hjálparstofnananna þriggja söfnunarféð í höfuðstöðvum bankans í morgun. Helga Jónsdóttir, formaður starfsmannafélags Landsbankans, færði Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Stefáni Yngvasyni, formanni Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, framlag starfsmanna bankans.

Til baka