Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hjálpum þeim heildarútgáfa 1985-2011 10.04.2012

Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá fyrstu útgáfu lagsins „Hjálpum þeim“ kom út fyrir síðustu jól vönduð heildarútgáfa af laginu. Lagið hefur frá upphafi verið fjáröflun til neyðaraðstoðar. Allur ágóði af sölu er ætlaður til neyðaraðstoðar á hungursvæðum A-Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmiðið með útgáfunni er einnig að salan verði að árlegum tekjustofni til verkefna stofnunarinnar.

Helstu útsölustaðir stuðningsaðila: Bensínstöðvar Skeljungs - ELKO  - Fjarðarkaup - Hagkaup - Krónan - Melabúðin - Penninn - Skífan. 
Bakhjarl og fjárgæsluaðili átaksins er Landsbankinn.

Aðrir sem lagt hafa útgáfunni lið og teljast Hollvinir Hjálparstarfs kirkjunnar eru: Íslenskir tónlistarmenn, Stef, Tónskáldafélag Íslands, FÍH, Samtónn, Sýrland, Glysgirni, JR Music, MBV-Myndbandavinnslan og Hljóðriti, Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar, Pipar/TBWA, RÚV, 365 miðlar og ýmsir fleiri sem of langt mál yrði að telja upp.

Andrea Jónsdóttir, tónlistargagnrýnandi og blaðamaður með meiru, sá um skrif í bækling útgáfunnar, en útgáfa Heildarútgáfunnar Hjálpum þeim  1985 – 2011 er að frumkvæði höfunda lagsins; Axels Einarssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Útgáfan er tvöföld, geisladiskur með öllum útgáfum lagsins, þeirri nýjustu á ensku „HELP THEM“, og DVD-diskur með myndböndum við lagið frá 1985, 2005 og 2011. Allir helstu söngvarar hvers tíma koma fram. Verð kr. 2.490.

Þetta er safngripur sem ætti að vera til á öllum heimilum!

Til baka