Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fulltrúaráð fundaði 3. mars 06.03.2012

Laugardaginn 3. mars fundaði fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar í safnaðarheimli Grensáskirkju. Tæplega 40 manns sóttu fundinn. Ingibjörg Pálmadóttir formaður stjórnar fór yfir störf stjórnar fyrri helming starfsársins, Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri fór yfir stöðu fjármála og verkefna almennt og Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi fjallaði um fjölbreytta aðstoð sem veitt er á Íslandi og þá sérstaklega um kortaleiðina þar sem veitt eru inneiganrkort í matvöruverslunum. Þorsteinn Valdimarsson umsjónarmaður með starfi Breytanda, Changemakers á Íslandi, sagði frá starfi hreyfingarinnar og biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson flutti erindið, Kirkjan og hjálparstarf.

Kortaleiðin rétta leðin til frambúðar
Á eftir erindi Jónasar og Vilborgar voru umræður í litlum hópum þar sem ræddir voru kostir og gallar kortaleiðarinnar og um hvort hrunið hafi dregið úr ábyrgð á vekefnum erlendis. Í erindi Jónasar kom fram að stuðningur við starfið er ótrúlega mikill og safnanir gengið vel, það er fyrst og fremst í framlögum hins opinbera til verkefna í Afríku sem framlög hafa minnkað vegna niðurskurðar á fjárlögum ríkisins og því verið erfitt að fá framlög frá ríkinu eins og áður við þróunarverkefni en vonir standi til að úr því rætist. Vilborg sagði að ný leið í mataraðstoð, kortaleiðin, hafi reynst mjög vel og skjólstæðingar ánægðir með breytinguna og því ljóst að þessi leið væri búin að festa sig í sessi. Í niðurstöðum umræðuhópa kom fram að  flestir telja kortaleiðina mikið framfaraskref þó að hún sé ekki gallalaus frekar en aðrar aðferðir, einnig kom fram að hrunið megi alls ekki draga úr ábyrgð okkar á verkefnum erlendis, mikilvægt sé að halda þeim á lofti þó að áhersla á innanlandsaðstoð hafi eðlilega aukist.   

Breytendur
Þorsteinn sagði frá hugmyndafræði Breytanda og hvernig Breytendur vildu með jákvæðum hætti minna á málefni sem þeim finnst skipta máli til að gera heiminn betri. Á hersla þerra um þessar mundir væri mengun, hvernig við getum bætt heiminn með því að draga úr mengun.   

Þróunarverkefni skila árangri
Í erindi sínu fjallaði biskup um ábyrgð kirkjunnar á þeim sem líða skort og þurfa á aðstoð að halda bæði hér á landi og erlendis. Ekki síst minnti hann á stöðu þeirra sem búa við hrikalegar aðstæður, þjáningu og hungur í Afríku. Biskup var ný komin úr ferð til Malaví og Keníu og sagði frá ferðinni og sterkum frásögum fólks sem lýstu hvernig þróunarverkefni og neyðaraðstoð skila árangir og betri lífsafkomu.

Til baka