Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
61 milljón safnast til neyðarhjálpar í Austur-Afríku og á Íslandi 29.02.2012

Stuðningur almennings, samtaka og fyrirtækja við starf Hjálparstarfs kirkjunnar í desember og janúar sl. var frábær. Heildarinnkoma til neyðarhjálpar á hungursvæðum Austur-Afríku og til innanlandsaðstoðar var 61.200.000 krónur.Fjármunirnir eru m.a. notaðir til að mæta brýnustu þörfum fólks sem býr við hrikalegar aðstæður á þurrkasvæðum og í flóttamannabúðum í Austur-Afríku.

„Það er siðferðisleg skylda okkar að standa með þeim sem líða hungur og gera það sem við getum til að draga úr neyðinni. Það gerum við í gegnum ACT Alliance, Alþjóðahjálp kirkna, sem eru með fólk á vettvangi“ segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hjálparstarfið er einnig með fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Mataraðstoð er veitt með inneignarkortum í matvöruverslunum, veitt er fjármálaráðgjöf, stuðningur vegna lyfjakostnaðar og skólagöngu barna og ungmenna ásamt einstaklings- og fjölskylduráðgjöf. Frá því að inneignarkortin voru tekin upp í maí sl. og út árið 2011 hafa 1.200 einstaklingar og fjölskyldur fengið afgreidd kort. Þar sem um 3 einstaklingar eru að meðaltali á bak við hverja umsókn eru það um 3.600 einstaklingar sem nutu aðstoðar. Á sama tímabili fengu 1.815 aðra aðstoð en mataraðstoð.

Hjálparstarf kirkjunnar færir öllum bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Til baka