Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Æskulýðsfélög styrkja uppbyggingarstarf í Japan 27.02.2012

Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar tók fyrir helgi á móti peningum sem söfnuðust á landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar á Selfossi í lok október á síðasta ári og sem æskulýðsfélög hafa safnað í eigin fjáröflunum. Búið er að senda peningana tæpar 240.000 krónur til samtakanna Hearts of Gold í Japan sem ætla að nota þá til að styðja við börn í Fukushima sem misstu foreldra sína í hamförunum í Japan eftir jarðskjálftann mikla 11. mars í fyrra og flóðunum sem fylgdu í kjölfarið og sprengingarnar í kjarnorkuverinu í Fukushima.

Rakel Brynjólfsdóttir landsmótsstjóri og Toshiki Toma prestur innflytjenda, en hann er tengiliður við samtökin Hearts of Gold í Japan, afhentu Jónasi Þ. Þórissyni framlagið.

Til baka