Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
17,5 milljónir til neyðarhjálpar í Austur-Afríku 18.01.2012

Hjálparstarf kirkjunnar hefur lagt fram 17,5 milljónir króna til neyðarhjálpar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku. Neyðaraðstoðin fer í gegnum ACT Alliance sem Hjálparstarfið er aðili að. Af fjárhæðinni eru 10 milljónir frá Utanríkisráðuneytinu en afgangurinn er stuðningur Íslendinga í gegnum safnanir Hjálparstarfsins. Jólasöfnun sem enn er ekki búið að taka saman en gekk mjög vel fer einnig í þetta verkefni, fjárhæðin sem fer til neyðarhjálpar á svæðinu á því eftir að hækka.

100.000 njóta aðstoðar
Þeir sem njóta aðstoðar vegna fjármagns frá Íslandi eru meðal annarra um 100.000 manns í sex héruðum Eþíópíu. Brýnustu nauðsynjar eins og vatn og matur er keyrður reglulega út í héruðin, læknisþjónusta er veitt. Annar þáttur felur í sér vinnu fyrir mat. Þannig fá 2.853 hópar, með 12 manns hver, verkfæri til þess að vinna að því að binda og bæta jarðveg. 30 opinberir starfsmenn og starfsmenn verkefnisins hafa fengið fjögurra daga þjálfun í að draga úr afleiðingum hamfara.

Enn brýn þörf
Á sumum svæðum í Austur-Afríku hefur rignt og þar er aðstoð veitt við að undirbúa og sá í akrana á meðan á öðrum svæðum eru viðvarandi þurrkur, þar verður áfram veitt neyðaraðstoð. Enn er hægt að leggja söfnun fyrir neyðarhjálpinni lið með því að leggja inn á: 0334-26-50886 kt. 450670-0499 eða söfnunarnúmer 907 2003 (2.500 kr.)

Til baka