Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Geitur og hænur vinsælar jólagjafir 10.01.2012

Mikil aukning var á sölu gjafabréfa Hjálparstarfs kirkjunnar á gjofsemgefur.is um síðustu jól eða um 50% fleiri pantanir en árið áður. Hægt er að kaupa yfir 30 mismunandi gjafabréf frá sparhlóðum á 1.300 krónur upp í brunn á 150.000 krónur. 

Geitur og hænur eru vinsælastar, 518 geitur og 607 hænur seldust fyrir síðustu jón en vatn er einnig mjög vinsælt og einnig að frelsa börn á Indlandi úr skuldaánauð.  

„Á fjórum árum hafa selst tæplega 4.000 geitur og rúmlega 3.000 hænur“ segir Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar „við höfum margreynt það í þróunarverkefnum okkar í Malaví og Úganda að geitur og hænur gjörbreyta aðstæðum til hins betra og auka fjölbreytni fæðu sem sérstaklega skilar sér í betri heilsu barna.“

Á gjafabréfasíðunni gjofsemgefur.is er einnig hægt að styðja verkefni Hjálparstarfsins á Íslandi af þeim bréfum er stuðningur við Framtíðarsjóð  vinsælastur. Framtíðarsjóður styður einstaklinga frá efnaminni fjölskyldum til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms.

„Gjafabréfin eru mjög mikilvæg stoð undir verkefni okkar á Íslandi og erlendis en þeir sem fengið hafa slíka gjöf eru líka undantekningalaust mjög ánægðir og margir þeirra nýta sér sjálfir gjafabréfin næst þegar vantar að finna skemmtilega gjöf“ segir Jónas að lokum.

Hjálparstarfið þakkar öllum þeim sem styðja starfið með kaupum á gjafabréfum á gjofsemgefur.is.

Til baka