Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Samfélagssjóður Valitor styður innanlandsaðstoð 09.01.2012

Samfélagssjóður Valitor úthlutaði átta styrkjum í nýliðnum desembermánuði en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla. Hjálparstarf kirkjunnar fékk stuðning til hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Rauða krossinn og um land allt fyrir jólin 2011.

Alls voru 16 styrkir veittir á árinu 2011, en fyrri úthlutun sjóðsins fór fram í maí sl. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 20 árum og hafa frá  upphafi  verið veittir samtals 132 styrkir til einstaklinga og samtaka sem starfa að menningar-, mannúðar- samfélags- og velferðarmálum. Heildarfjárhæð styrkja á árinu 2011 nam 15 milljónum króna. 

Stjórn sjóðsins afhenti styrkina en hana skipa Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor,  Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Kristján Þór Harðarson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Valitor. 

Þann 16. desember tóku  fulltrúar Hjálparstarfsins og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á móti styrkjum sínum. Mynd:  Bjarni Gíslason,  Hjálparstarf kirkjunnar, Anna Kristjánsdóttir, ritari Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Margrét K. Sigurðardóttir, gjaldkeri Mæðrastyrksnefndar Reykajvíkur, Björk Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Valitor og Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Valitor kærlega fyrir veittan stuðning.

Til baka