Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hjálparstarf kirkjunnar fær afnot af Toyota Hiace sendibifreið 10.12.2009

9. desember gerðu Toyota á Íslandi og Hjálparstarf kirkjunnar með sér samning um afnot af Toyota Hiace sendibifreið í eitt ár. Bifreiðin verður notuð til almennra snúninga í fjölþættu hjálparstarfi á vegum kirkjunnar og kemur sér sérstaklega vel nú fyrir jólin þegar mest er að gera.

Undirbúningur fyrir sameiginlegri jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er í fullum gangi. Mörg fyrirtæki, samtök og einstaklingar hafa lagt úthlutuninni lið og fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt.
 
Hjálparstarf kirkjunnar þakkar Toyota á Íslandi fyrir þennan mikilvæga stuðning.

Á myndinni eru frá vinstri Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi.

Til baka