Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Starfsmenn Lansbanka afhenda 6 milljónir til Hjálparstarfa 16.12.2011

Sex milljónir hafa safnast í jólasöfnun starfsmanna Landsbankans og starfsmannafélags bankans til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauða kross Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem starfsmenn bankans leggja sitt að mörkum til stuðnings mikilvægu starfi hjálparsamtakanna fyrir jólin.

Mæðrastyrksnefnd mun nýta fjárstuðning sinn til að fjármagna matarúthlutanir fyrir jólin en Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn hafa ákveðið að færa skjólstæðingum sínum um land allt sérstök inneignarkort sem gilda í matvöruverslunum.

Fleiri hundruð starfsmenn Landsbankans lögðu sitt af mörkum með frjálsu framlagi í söfnunina, starfsmannafélagið tvöfaldaði söfnunarupphæðina og síðan lagði Landsbankinn til 4 milljónir króna til viðbótar.

Hjálparstarfið þakkar þennan rausnarlega stuðning.

Til baka