Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Brúnegg gefur 500 hænur 16.12.2011

„Við viljum gefa gjöf sem gefur“ sagði Kristinn Gylfi Jónsson frá Brúneggjum þegar hann afhenti Jónasi Þ. Þórssyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar 250.000 krónur sem eiga að fara í að gefa fátækum fjölskyldum í Malaví og Úganda hænur. Upphæðin dugar fyrir 500 hænum sem nýtast munu um 150 fjölskyldum.

Hæna er sannarlega gjöf sem heldur áfram að gefa. Það getur Brúnegg staðfest en þau eru með vistvæna eggjaframleiðslu á Kjalarnesi og í Kjós, þar sem hænum er tryggð góð vist og þær ganga um gólf og verpa í hreiður en ekki í búrum. Brúnegg selur einnig kjöt af unghænum og hænuunga til þeirra sem vilja halda hænur sem frístundabúskap. 

Hænurnar eru liður í því að bæta lífsafkomu fátækra fjölskyldna í Malaví og Úganda sem oft búa við einhæfa fæðu. Hænukjöt og egg eru kærkomin viðbót við daglega fæðu og gefa jafnframt möguleika til tekna með því að selja egg og hænur og fá þannig tekjur til að standa undir kostnaði t.d. við skólagöngu barna.

Á gjafabréfasíðu Hjálparstarfsins www.gjofsemgefur.is  hafa á síðustu fjórum árum selst 2.736 hænur og 2.856 geitur. Salan er sérstaklega mikil um jólin enda hænur og geitur mjög vinsælar gaggandi og jarmandi jólagjafir.

Hjálparstarfið þakkar Brúnegg kærlega fyrir.

Til baka