Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hjálpum þeim - safnútgáfa 15.12.2011

Hjálparstarfið tók við glænýjum safndiski með þremur útgáfum af laginu Hjálpum þeim, þeirr nýjustu á ensku. Jóhann G. Jóhannsson annar höfunda lagsins afhenti diskinn. Barnakór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði söng lagið og Andrea Jónsdóttir sagði frá laginu í gegnum árin. lagið Hjálpum þeim hefur aflað mikilla fjármuna til neyðarstarfa Hjálparstarfs kirkjunnar. Á núvirði söfnuðust 28 milljónir 1985 þegar fyrsta útgáfa kom út og diskurinn rokseldist til stuðnings fólki sem leið hungursneyð í Eþíópíu. 2005 var gerð ný útgáfa með helstu söngvurum þess tíma og söfnuðust á núvirði 15 milljónir til fórnarlamba jarðskjálftans í Pakistan. Það er von allra sem tengjast málinu að nú safnist vel fyrir neyðaraðstoð í A-Afríku. Um hana snýst einnig jólasöfnun Hjálparstarfsins enda þörfin mikil og ástand gríðarlega erfitt.

Heildarútgáfunni Hjálpum þeim 1985 – 2011 fylgt úr hlaði

Jóhann G. Jóhannsson

 Axel Einarsson, vinur minn, hringdi í mig í júlímánuði í sumar sem leið frá Svíþjóð, þar sem hann er nú búsettur, en erindið var ástandið í Austur-Afríku. „Getum við ekki gerteitthvað til hjálpar með laginu okkar?“ Ég ætlaði að kanna málið.

 Árið 2005, þegar verið var að vinna að nýrri útgáfu af Hjálpum þeim, hafði ég snúið íslenska textanum yfir á ensku. Kæmi til greina að syngja lagið inn að nýju og gera myndband sem komið yrði á framfæri við umheiminn, einskonar hvatning frá Íslandi til alþjóðasamfélagsins um að bregðast hratt við ástandinu í A-Afríku? Ég hafði samband við Jónas Þóri Þórisson, framkvæmdarstjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, og honum leist vel á hugmyndina. Ég ákvað því að leita til nokkurra vina sem ég treysti vel; Péturs Hjaltested, tónlistarmanns með meiru, sem tók að sér að annast upptökur á söng, Þorgeirs Guðmundssonar, kvikmyndagerðarmanns, að annast myndbandagerðina, Sveins Kjartanssonar, tónlistarmanns og eins eiganda Sýrlands, sem útvegaði hljóðverstíma. Í framhaldi hafði ég svo samband við helstu flytjendur og allir sem gátu voru tilbúnir að taka þátt.

 Þegar gerð myndbandsins Help Them lauk um miðjan ágústmánuð rann upp fyrir mér að tímabært væri að gera Heildarútgáfu af „Hjálpum þeim“ í tilefni þess að meira en 25 ár voru liðin frá fyrstu útgáfu lagsins. Aftur hafði ég samband við Jónas hjá HK sem tók vel í hugmyndina. Í framhaldi leitaði ég eftir stuðningi einstaklinga, fyrirtækja og félaga. Andrea Jónsdóttir á Rás 2 tók að sér skrif í 24 síðna bækling á íslensku og ensku. Jón Rafnsson, tónlistarmaður, ákvað að annast dreifingu útgáfunnar. Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar lagði drjúga hönd á plóginn og fékk m.a. auglýsingastofuna PIPAR\TBWA til að annast hönnun útgáfunnar. Þór Breiðfjörð, tónlistarmaður og leikari, annaðist þýðingar úr íslensku yfir á ensku, bæði vegna gerðar myndbandanna og textabókar, auk þess að lesa inn á myndband (Help Them 2) á ensku o.fl.  Landsbankinn samþykkti að verða bakhjarl og fjárgæsluaðili. Hefði þessara aðila ekki notið við væri Heildarútgáfan „Hjálpum þeim“ ennþá aðeins hugmynd. Ásamt þeim sem ég hef þegar nefnt, lögðu fleiri málefninu lið, en nöfn stuðningsaðila eru í heild birt í bæklingnum undir Sérstakar þakkir! Í mínum huga er þessi hópur hollvinir Hjálparstarfs kirkjunnar.

Við Axel vonumst til þess að sala Heildarútgáfunnar á Hjálpum þeim verði árleg uppspretta fjármagns til stuðnings hjálparstarfi HK. Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni komi lagið út í mismunandi útgáfum til stuðnings HK, og dreymir okkur sérstaklega um að heyra það flutt af barnakór á íslensku og ensku. Við vonum að hollvinum HK fjölgi jafnt og þétt og verði með tímanum að tryggum bakhjarli til stuðnings góðum málefnum sem unnið er að hverju sinni. Þessi útgáfa er tileinkuð Hjálparstarfi kirkjunnar.

 Fyrir hönd okkar höfunda lagsins Hjálpum þeim,

Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistarmaður.

 

Sérstakar þakkir – Special thanks

Íslenskir tónlistarmenn/Icelandic musicians, STEF/The Performing Rights Society

of Iceland, FTT/Icelandic Society of Authors & Composers, Tónskáldafélag Íslands/Society of Icelandic Composers, FÍH/The Icelandic Musicians' Union, FHF/ The Organisation of Phonogram Producers, Samtónn/UNISON, Sýrland, Glysgirni, JR Music, MBV – Myndbandavinnslan og Hljóðriti, Hljóðsmiðjan, Starfsfólk Hjálparstarf kirkjunnar, Pipar\TBWA, Landsbankinn, RÚV, 365 miðlar, Hagkaup, Eymundsson, ELKO, Skeljungur, Skífan, Andrea Jónsdóttir, Darri Johansen, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Gunnar Ingi Sigurðsson, Jón Rafnsson, Kristján Ottó Andrésson, Pálmi Guðmundsson, Pétur Hjaltested, Sigrún Stefánsdóttir, Snorri Barón Jónsson, Þorgeir Guðmundsson, Þór Breiðfjörð.

Til baka