Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
ASÍ styrkir jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossinns 14.12.2011

Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands afhenti fulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar hálfa milljón króna í dag. Fjárhæðin rennur til jólaúthlutunar Hjálparstarfs kirkjunnar sem unnin er í samvinnu við Rauða kross Íslands og samráði við Mæðrastyrksnefndir í Kópavogi og Hafnarfirði.

Sú breyting hefur orðið á innanlandsaðstoðinni að matargjafir hafa verið aflagðar en eingöngu eru notuð gjafakort svo fólk geti valið sinn mat sjálft. Þetta eru fyrirframgreidd kort sem skjólstæðingarnir fá afhent. Það er aðeins hægt að nota þau í matvöruverslunum um land allt.  Skjólstæðingar hafa tekið þessari breytingu afskaplega vel og telja að sér sé sýnd meiri virðing á þennan hátt. Þetta kostar þó töluvert meira en pokaleiðin.

Kortaleiðin virkar þannig að í Reykjavík er aðeins stutt við barnafjölskyldur þar sem tvær aðrar hjálparstofnanir deila út matvælum. Úti á landi er öllum þeim sem uppfylla skilyrði veitt aðstoð með kortum. Fólk þarf almennt að gera grein fyrir tekjum sínum og föstum útgjöldum til að fá aðstoð og er miðað við þau viðmið sem umboðsmaður skuldara hefur sett.  Mikil áhersla er lögð á ráðgjöf margskonar sem veitt er kostnaðarlaust til þeirra er þiggja og hefur það gefist vel.

Hjálparstarfið þakkar ASÍ þennan góða stuðning.

Mynd: Vilborg Oddsdóttir tekur við gjöfinni úr hendi Gylfa Arnbjörnssonar.

Til baka