Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Höfðingleg gjöf frá Pokasjóði 08.12.2009

Stjórn Pokasjóðs afhenti í dag Hjálparstarfi kirkjunnar, Mæðrastyrksnenfdum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi framlag að andvirði 40 milljóna króna. Framlag Pokasjóðs er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum sem aðild eiga að sjóðnum. Inneign á kortunum er 5.000 og 10.000 krónur.

Afhendingin fór fram í sameiginlegri úthlutunarmiðstöð Hjálpstarfsins, Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að Norðlingabraut 12 í húsnæði sem byggingarfélagið Eykt hefur lánað vegna úthlutunar á matvöru og fleiru fyrir jólin.

Þörfin fyrir aðstoð fyrir jólin hefur aldrei verið meiri. Mikil aukning hefur verið í umsóknum allt árið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkurm, umsóknir um síðustu jól voru 2.700 og er búist við mikilli aukningu nú.

Til baka