Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Nemendur í 6. bekk Foldaskóla styrkja vatnsverkefni 13.12.2011

Hinn árlegi nýsköpunardagur 6. bekkjar Foldaskóla var haldinn með markaði  á Torginu við Nettó fimmtudaginn 24. nóvember. Markaðurinn var lokahnykkur á nýsköpunarverkefni þar sem að nemendur settu í gang sín eigin „fyrirtæki“ þar sem þau framleiddu ýmislegt til að til að selja. Þau reiknuðu út kostnað og hvað hægt væri að selja vöruna á og fleira sem er nauðsynlegt að vita. Margt fallegra muna var  til sölu og  innkoman varð 32.972 krónur. Fulltrúi 6. bekkinga Kolbrún Halla Guðmundsdóttir afhenti Bjarna Gíslasyni fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfsins peningana sem renna munu til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum Malaví, Eþíópíu og Úganda. Bjarni notaði tækifærið og fræddi nemendur um vatnsverkefnin og hvernig hreint vatn gjörbreytir lífinu til hins betra. Upphæðin dugar fyrir hlutdeild í brunni og má segja að um 240 manns fái hreint vatn til framtíðar fyrir þennan góða stuðning. Hjálparstarfið þakkar nemendum 6. bekkjar Foldaskóla kærlega fyrir!

Til baka