Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Söfnun fyrir innanlandsaðtoð á Norðurlandi 09.12.2011

Söfnun til styrktar innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar á Norðurlandi verður í beinni útsendingu á N4 sjónvarpi föstudaginn 16. desember frá kl 20.00-22.00. Sent verður út frá Hofi. Safnað verður fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga jafnvel erfitt með að halda jól og geta ekki sent börn sín í frístundir og félagsstörf. Úthlutað verður vikuna 19. -23. desember. Allt sem safnast er lagt beint inn á reikning Hjálparstarfs kirkjunnar á Norðurlandi.

Aðalkostendur söfnunarinnar eru: N4, Vodafone, Icelandair og Bílaleiga Akureyrar. Styrktarlínur eru opnar  til mánudagsins 19. desember kl 12:00. Númerin eru: 907 1901: 1000 kr., 907 1903: 3000 kr. og 907 1905: 5000 kr. Auk þess verður númerið: 518 1800 opið meðan á söfnuninni stendur í beinni útsendingu á N4.

Á dagskrá verður létt spjall, söng- og skemmtiatriði, leikatriði frá Leikfélagi Akureyrar ásamt fleiru. Myndlistarkonan BENTE gefur innrammað RISA málverk af Hvannadalshnjúki til söfnunarinnar,  allir þeir einstaklingar og fyrirtæki sem gefa yfir 150.000 kr. eiga möguleika á að eignast málverkið. Þeir sem mæta í sófann eru meðal annars: Hvanndalsbræður, húsbandið, Kristján Þór Júlíusson og Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismenn, Halldór og Eiki Helgasynir afreksmenn á snjóbrettum, Gestur Einar Jónasson leikari með meiru, Sr.Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur  í Glerárkirkju, Björg Þórhallsdóttir sópran, Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar handbolta og Oddur Grétarsson leikmaður liðsins ásamt fleirum.

Miðar á viðburðinn eru á www.menningarhus.is og á www.midi.is en miðinn kostar litlar 1000 kr og rennur til söfnunarinnar. Árið 2006 var svipuð söfnun haldin og söfnuðust þá 4,2 milljónir króna. Stefnt er á verulega aukningu þetta árið þar sem N4 er komið á landsvísu, en fyrir fimm árum náðist N4 einungis á Norðurlandi.

Fylgjumst með dagskránni og tökum þátt!

Til baka