Norvik styrkir jólaaðstoð Hjálparstarfsins um 1,5 milljón
09.12.2011
![]() |
Gísli Jón Magnússon fjármálastjóri Kaupáss, kom færandi hendi á skrifstofu Hjálparstarfsins í dag. Hann afhenti Vilborgu Oddsdóttur félagsráðgjafa og Jónasi Þ. Þórissyni framkvæmdastjóra 1,5 milljónir króna styrk úr Styrktar- og menningarsjóði Norvik í formi inneignarkorta í Krónunni til notkunar í jólaaðstoð Hjálparstarfsins. Er þessi stuðningur viðbót við 500.000 króna fjárframlag fyrr á árinu. Mörg hundruð umsóknir hafa borist og kemur þessi rausnarlegi stuðningur sér því mjög vel. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar þennan frábæra stuðning.