Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Fermingarbörn söfnuðu 7,8 milljónum króna 24.11.2011

7,8  milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús aðra viku í nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til um 2700 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Féð sem þau söfnuðu rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda.

66 prestaköll tóku þátt. Þetta var í þrettánda sinn sem söfnunin fer fram í fyrra söfnuðust 8 milljónir króna.

Hjálparstarf kirkjunnar þakkar öllum sem gáfu, fermingarbörnum fyrir dugnað og prestum og kirkjustarfsmönnum samstarfið.

Til baka