Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Kaffihúsaguðsþjónusta á Nesinu skilar 64 þúsundum til innanlandsaðstoðar 24.11.2011

Sunnudaginn 20. nóvember var kaffhúsaguðþjónusta í Seltjarnarneskirkju. Fermingarbörnin voru hetjur dagsins, tóku á móti kirkjugestum, gengu um beina, lögðu á borð, sáu um uppvask, lásu ritningarlestra og bænir. Þau sáu líka um að baka skúffukökur og þeyta rjóma. Friðrik Vignir Stefánsson organisti mætti með harmónikuna og félagar úr Kammerkórnum leiddu sönginn. Sunnudagaskólabörnin voru einnig með í kaffihúsaguðsþjónustunni, alls mættu 180 manns. Mönnum þótti vel til takast og voru hæst ánægðir.

Allt var þetta gert til þess að safna peningum fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. 64.000 krónur söfnuðust.

Hjálparstarfið þakkar fermingarbörnum í Seltjarnarneskirkju kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Til baka