Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hjálparstarf kirkjunnar fær Evrópuverðlaun fyrir innanlandsaðstoð sína 09.11.2011

Innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar tók við Eurodiaconia-verðlaununum í ár fyrir vel skipulagt og árangursríkt hjálparstarf, gott skipulag og samstarf við sjálfboðaliða og fyrir að hafa brugðist fljótt við áhrifum kreppunnar á  bágstadda á Íslandi.

Innan Eurodiaconia eru kirkjur og kærleiksþjónustusamtök í Evrópu og hefur Þjóðkirkjan verið aðili samtökunum frá árinu 2007. Tilgangurinn er að efla kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar og kynnast starfi annarra á því sviði. Þannig hefur Þjóðkirkjan tekið þátt í baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og eflingu sjálfboðastarfs. Verðlaunin eru veitt vegna frábærs starfs Hjálparstarfsins á þessum sviðum. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi  Hjálparstarfsins og Ragnheiður Sverrisdóttir, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, veittu verðlaununum viðtöku í Brussel, í gær, 7. nóvember.

Öflugir sjálfboðaliðar, skráning gagna og markviss aðstoð
Í tilkynningu um viðurkenninguna segir að vinna sjálfboðaliða Hjálparstarfsins við að aðstoða fólk sem hafi orðið fyrir áföllum vegna kreppunnar sé til fyrirmyndar. Sjálfboðaliðar og starfsfólk skipuleggja framkvæmd í sameiningu. Athygli vekur að aðstoð er veitt til sjálfshjálpar, bæði efnisleg og með ráðgjöf. Þá er tekið fram að gagnaöflun við að meta þörf hvers og eins sé athyglisverð og að hún geri Hjálparstarfinu mögulegt að þróa starf sitt og veita aðstoð þeim sem eru verst settir. Talsmannshlutverkið gagnvart hinu opinbera fær einnig verðskuldað hrós.

 Verðlaunin eru kynnt á heimasíðu samtakanna: www.eurodiaconia.org   

Arion banki er bakhjarl innanlandsaðstoðar Hjálparstarfsins, auk fjárframlags stendur bankinn straum af kostnaði við framleiðslu, færslur og aðra bankastarfsemi tengda inneignarkortum í matvöruverslanir sem skjólstæðingar fá.

Mynd frá vinstri: Fulltrúi Eurodiaconia, Ragnheiður Sverrisdóttir verkefnisstjóri kærleiksþjónustu kirkjunnar, Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfsins og fulltrúi Eurodiconia.

Til baka