Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Gegn spillingu 08.12.2009

9. desember er alþjóðlegur dagur gegn spillingu samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna 58/4 frá 31. október 2003. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á því tjóni sem spilling veldur og hlutverki stofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, UN Convention agianst Corruption.

Spilling er gríðarlegt vandamál þar sem ekkert land, ekkert samfélag eða svið er ónæmt fyrir. Við verðum öll, í ríkum löndum og fátækum, að sameina krafta okkar og berjast gegn spillingu og fyrir ráðvendni. Alþjóðabankinn áætlar að trilljón dollarar fari í mútugreiðslur á hverju ári. Spilling hækkar verðlag, dregur úr verkgæðum, skapar óréttlæti í dómskerfinu, skekkir markað og veikir lýðræði. Ein áhrif spillingar eru þau að hundruð milljóna manna njóta ekki réttar síns og þjónustu sem þeim ber. Spilling vinnur gegn því að þúsaldarmarkmiðin náist. 
 
Í sumum tilfellum getur svo virst sem mútur leysi vanda fljótt og vel, hlutirnir rúlli betur, komist verði hjá reglum sem tefja og leyfi fáist tímanlega fyrir verkefni sem unnið er að. En spilling og mútur eru aldrei árangursrík leið og við eigum aldrei að taka þátt í henni. Hvort sem hún er stór eða smá í sniðum.
 
Við hjá Lútherska heimssambandinu í Úganda reynum að styrkja ráðvendni með innra eftirliti, fræðslu, þjálfun, kennslu og ýmsum öðrum leiðum. Við vitum að við erum ekki ónæm fyrir spillingu en við einbeitum okkur frekar að því að ná fram ráðvendni frekar en að vera „á móti” því sem við viljum ekki s.s. spillingunni. Við höfum trú á því að gegnsæi, ábyrgð gagnvart öllum samstarfsaðilum og eftirlit séu vörðurnar að ráðvendni sem andstæðu spillingar. Við hvetjum allt starfsfólk okkar, samstarfsaðila og aðra sem koma að verkefnum okkar til að segja frá spillingu sem þeir kunna að verða varið við og við gerum slíkt hið sama. Við hvetjum alla okkar samstarfsaðila til að vera virkir í baráttunni og byggja þannig upp kerfi þar sem hægt að koma upp um spillingu leiki grunur á henni.
 
Lennart Hernander
yfirmaður Lútherska heimssambandsins í Úganda.
Til baka