Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Þið eruð ekki ein, styrktartónleikar sunnudag 11. september kl. 20 Fíladelfíu Hátúni 2 07.09.2011

Hungur ríkir í Austur-Afríku. 12 milljónir manna eru í brýnni þörf fyrir aðstoð. Ófriður, fátækt og þurrkar eru samverkandi þættir sem gera ástandið mjög slæmt. ACT Alliance sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að hefur gefið út neyðarbeiðni  vegna  Austur-Afríku. Flóttamannastraumur frá verstu svæðunum til annarra svæða þar sem lífsafkoma var mjög erfið fyrir gerir að verkum að enn fleiri eru í hættu. Sjá nánari upplýsingar um ástandið og neyðarhjálp ACT Alliance á www.actalliance.org.

Hljómsveitin Tilviljun?, Pétur Ben og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson vilja bregðast við og standa fyrir styrktartónleikum undir yfirskriftinni Þið eruð ekki ein, sunnudaginn 11. september í Fíladelfíu Hátúni 2.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur og rennur óskiptur til neyðarhjálparinnar í Austur-Afríku. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.
Markmiðið er að safna 500.000 krónum sem dugar til að gefa um 2000 manns korn til þriggja mánaða.

Hvetjum alla til að mæta!

Til baka