Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Þróunarsamvinna ber ávöxt 05.09.2011

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að kynningu á þróunarmálum í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands vikuna 5.-7. september. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Til að vekja athygli á málaflokknum munu félagasamtökin dreifa eplum á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri miðvikudaginn 7. september undir yfirskriftinni: Þróunarsamvinna ber ávöxt. Auk ávaxtarins fær fólk í hendur upplýsingar í stuttu máli um árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum. Fimmtudaginn 8. september verður málþing um þróunarsamvinnu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands sall 102, kl. 12:00-13:00. Fundarstjóri verður Regína Bjarnadóttir formaður stjórnar UN Women á Íslandi og fundarmenn, Jón Kalman rithöfundur, Helga Þórólfsdóttir friðarfræðingur og Engilbert Guðmundsson framkvæmdastjóri ÞSSÍ. Frjálsu félagsamtökin sem taka þátt í verkefninu með ÞSSÍ eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, UNICEF, UN Women, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorp og ABC barnahjálp.

Til baka