Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Neyðarbeiðni vegna Eþíópíu 15.07.2011

ACT Alliance sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að hefur gefið út neyðarbeiðni fyrir þriggja mánaða átak vegna þurrka í Eþíópíu. Rigningar 2010 brugðust og einnig vorrigningar. Að mati stjórnvalda og hjálparstofnana í landinu þurfa rúmlega fjórar og hálf milljón manna neyðaraðstoð. Beiðni ACT Alliance miðar við að aðstoða tæplega 64.000 manns og búfé þeirra um mat og fóður, malaríuvarnir og styrkja möguleika fólks til að halda út aðstæður þar til von er á næstu rigningum, í október til desember. ACT Alliance-aðilar í Eþíópíu eru 11 samtök sem mynda samstarfsráð. Þannig nýtist þekking og vinna þeirra allra í neyðartilfellum sem þessum. Þrenn samtakanna taka svo að sér að veita aðstoðina. Það eru Lútherska heimssambandið og Eþíópíska Mekane Yesus-kirkjan sem eru samstarfsaðilar Hjálparstarfsins í landinu. Auk þeirra mun Hjálparstarf dönsku kirkjunnar leggja til sérfræðiþekkingu sína og koma upp kvörtunarleið (Humanitarian Accountability Project Complaint Response Mechanism) fyrir íbúa á hverju svæði. Það er mikilvægur liður í því að vera gegnsæ í veittri aðstoð. Myndin er tekin í mars af mannig sem er að flytja eigur fjölskyldunnar á lífvænlegri stað. Kofar eru teknir niður og farið með þá.

Til baka