Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Söfnunarsími opinn 14.07.2011

Hjálparstarfið hefur opnað söfnunarsíma vegna þurrka og neyðar á verkefnasvæði sínu í Eþíópíu. Hjálparstarfið hefur í tvígang greitt fyrir útkeyrslu vatns á svæðinu og skólamáltíðir. Þannig fá börnin í það minnsta eina máltíð á dag og haldast í skóla. Gefðu núna ef þú ert aflögufær. Síminn er opinn en einnig má leggja inn á reikning 0334 26 886 / kt. 450670 0499. ACT Alliance sem Hjálparstarfið er aðili að starfar í öllum löndunum sem nú líða þurrka og hungur á þessu svæði. í Eþíópíu hafa stjórnvöld ekki enn gefið út yfirlýsingu um neyðarástand og fyrr mega hjálparstofnanir ekki hefja neyðaraðstoð. Viðbragðsáætlun samstarfsaðila Hjálparstarfsins í Eþíópíu hefur engu að síður verið ræst, samstarf við alla aðila er komið á og einungis beðið eftir merki stjórnvalda. Eins og sést á myndunum eru allar vatnsþrær á svæðinu tómar og úlfaldar, asnar og tveir jafnfljótir notaðir til að sækja vatn um langar leiðir. Hjá mörgum er það það eina sem þeir komast yfir að gera yfir daginn. Gefðu núna ef þú ert aflögufær. Hringdu í síma 907 2003. Upphæðin, 2.500 kr., skuldfærist á símreikninginn þinn.

Til baka