Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Í startholunum í Eþíópíu vegna þurrka 07.07.2011

Verkefnasvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu, Somali-hérað, er á þessu svæði sem nú er fjallað um í fréttum vegna þurrka og fólksflótta. Lútherska heimssambandið og eþíópíska Mekane Jesus-kirkjan eru í startholunum með neyðaraðstoð. Stjórnvöld setja þær skorður að hjálparstofnanir mega ekki hefja neyðaraðstoð fyrr en stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu um að neyðarástand ríki. Gerðu hjálparstofnanir á svæðinu ráð fyrir því að neyðarástandi yrði lýst yfir fyrir mánuði en það hefur ekki enn orðið. Lútherska heimssambandið og Mekane Jesus-kirkjan hafa mikla reynslu í neyðaraðstoð og búa sig nú undir hana. í vetur þurfti í tvígang að keyra vatn í þorp á svæðinu en í seinna skiptið var keyrt í skemmri tíma en ráðgert hafði verið því rigning kom. ACT Alliance sem Hjálparstarfið er aðili að, hefur gefið úr aðvörun um neyðina og búist er við alþjóðlegri beiðni ACT á næstunni.

Til baka