Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Ný nálgun við mataraðstoð 28.04.2011

Nú heyra matarpokar sögunni til í mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar.  Frá 1. maí fá barnafjölskyldur um allt land, sem uppfylla skilyrði, inneignarkort sem þær geta notað til að velja sjálfar í innkaupakörfur sínar. Þessi leið er dýrari og því stendur yfir söfnun til hjálpar hér heima, með valgreiðslum í heimabanka. Þeim sem ekki hafa börn á framfæri verður vísað um mataraðstoð til annarra hjálparsamtaka. Þar sem engin slík samtök starfa mun Hjálparstarfið einnig aðstoð þá um mat. Eftir sem áður geta allir, barnafólk og aðrir, notið faglegrar ráðgjafar og ýmissa annarra úrlausna stofnunarinnar en mataraðstoðar. Stuðningur er veittur vegna skólagöngu og tómstunda barna, lyfja og fata. Þetta allt verður óbreytt og áfram ætlað öllum. Þessi nýja nálgun í mataraðstoð er svar Hjálparstarfsins við kröfum samtímans um breytta starfshætti.

Fjármála- og fjölskylduráðgjöf

Ráðgjöf verður áfram lykilþáttur í aðstoð Hjálparstarfsins.  Nú mun bætast við fjármála- og fjölskylduráðgjöf í samstarfi við fagaðila. Hún verður ókeypis og býður upp á meiri dýpt og möguleika á að taka á málum betur en áður.  Vonleysi og vanmáttur hefur náð tökum á mörgum sem standa frammi fyrir því að geta ekki einu sinni opnað reikningaumslög. Þau hrannast upp og kostnaður hleðst upp. Með faglegri fjármálaráðgjöf óháðs aðila og með aðstoð félagsráðgjafa stofnunarinnar, er vonast til þess að einhverjir komist aftur á sporið með fjármál sín. Fjölskylduráðgjafi verður í húsinu tvo þriðjudaga í viku fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur. Tilgangurinn er að hjálpa fólki að greina samskipti og bæta þau og auka sátt og gleði.

Hjálpum heima

Valgreiðsla býður í heimabankanum þínum. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar um allt land og hjálpar til sjálfshjálpar. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímann 907 2002, gefa framlag á framlag.is eða á söfnunarreikning 0334-26-886, kt. 450670-0499.

Til baka