Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Hugmyndirnar á bak við umskurð stúlkna 20.04.2011

Umskurður stúlkna eða limlesting á kynfærum þeirra er algeng á verkefnasvæði Hjálparstarfsins í Eþíópíu. Þar eru íbúar nær allir múslímar en Lútherska heimssambandinu sem Hjálparstarfið vinnur með, hefur tekist að breyta skoðunum fólksins á þessu. Með því að vinna með trúarleiðtogunum, immömunum, náðist fljótt árangur. Þeir gátu sannfært fólkið um að ekkert í kóraninum segði að umskera ætti stúlkur. Og þegar verkefnið kynnti auk þess allar hrikalegu afleiðingarnar sem limlestingin gæti haft á líf stúlknanna, skipti fólk fljótt um skoðun. Það er ekki endilega gefið að það gerist. En þarna, í Jijiga í Sómalí-héraði í Eþíópíu, hefur þetta tekist ótrúlega vel. Fólkið er opið fyrir umbótum og treystir starfsfólki verkefnisins sem hefur fært þeim svo margt gott. Sérstaklega geta karlarnir oft stöðvað framfarir ef þeim finnst að valdi sínu eða heiðri vegið. Skoðaðu frábæran stuttþátt um hugrakkar stúlkur sem neituðu að láta umskera sig. Þær eru nú flottar fyrirmyndir stúlkna í sömu stöðu. Myndin fjallar um allar hliðar og ástæður þess að mæður og feður vilja láta dætur sínar ganga í gegnum þessa eldraun sem oft endar með dauða stúlkunnar.

Til baka