Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Góð stemning í Laugardalslaug á degi vatnsins 23.03.2011

Það var góð stemning í Laugardalslauginni í gærkvöldi þegar hljómsveitin Andabandið tók nokkur lög og Breytendur minntu á hve gott við höfum það á Íslandi að geta buslað í hreinu vatni á meðan margir hafa ekki nóg að drekka. Tilefnið var alþjóðlegur dagur vatnsins sem var í gær. Minnt var á að næstum einn af hverjum fimm íbúum jarðar, eða um 1,2 milljarðar, búa á svæðum þar sem er raunverulegur vatnsskortur. Þeim sem vildu bæta ástandið var boðið að kaupa vatnsgjafabréf Hjálparstarfs kirkjunnar. Á meðan hljómsveitin lék nokkur lög gengu "innplastaðir" fróðleiksmolar um vatn á milli sundlaugargesta sem þannig fræddust um vaxandi vatnsskort í heiminum.

Til baka