Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Aþjóðlegur dagur vatnsins 21.03.2011

Tónleikar í sundi!

Þann 22. mars 2011 verður alþjóðlegur dagur vatnsins haldinn hátíðlegur um allan heim. Ýmsir viðburðir munu fara fram og mun ungliðahreyfingin Breytendur standa fyrir nokkrum slíkum hér á landi.

Í Laugardalslauginni mun ný hljómsveit ungmenna úr Grafarholtinu, Andabandið, leika nokkur vel valin lög. Ráðgert er að tónleikarnir hefjist kl. 19.30. Ekkert kostar inn aukalega við venjulegt gjald í sund. Tilefnið hyggjast Breytendur nota til að vekja athygli á mikilvægi ferskvatns í heiminum og fagna góðu aðgengi íslendinga að þessari lífsnauðsynlegu auðlind, en auk þess vekja athygli á vaxandi vatnsskorti í þróunarríkjum heims, og þeirri heilsufarshættu sem af honum stafar.

Á staðnum verður einnig söluborð þar sem boðið verður upp á  að styrkja vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, sem einnig má gera á www.gjofsemgefur.is. Á sama tíma mun hópur Breytanda á Akureyri vekja athygli á málefninu og bjóða fólki að styrkja vatnsverkefnin.

 Við hvetjum alla til að mæta í sund!

Auðvitað getum við breytt heiminum

Breytendur – Changemaker Iceland

Ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar

Netfang: changemaker@changemaker.is

Sími: 865-0272 (Lilja) og 663-9939 (Þorsteinn)


Nánari upplýsingar:

Til baka