Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Unglingar í æskulýðsfélögum kirkjunnar leysa 75 börn úr skuldaánauð 07.03.2011

 

Á fulltrúaráðsfundi Hjálparstarfs kirkjunnar 5. mars afhenti Ármann Gunnarsson fyrir hönd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 374.000 krónur  til stuðnings verkefni Hjálparstarfsins á Indlandi þar sem börn eru leyst úr skuldaánauð í samstarfi við mannréttindasamtökin Social Action Movement.

Unglingarnir byrjuðu söfnunina á landsmóti á Akureyri  15.-17. október síðastliðinn og héldu svo áfram að safna í héraði. Nú er söfnuninni formlega lokið með þessum frábæra árangri. Meðaltalsupphæð þeirrar skuldar sem börnin á Indlandi eru í þrælavinnu fyrir er 5000 krónur, upphæðin dugar því til að leysa um 75 börn úr ánauð. Börnin eru búin undir almenna skólagöngu og foreldrar fræddir um mikilvægi menntunar og studdir til að auka tekjur sínar svo þeir þurfi síður að taka lán.

Þetta er stuðningur sem sannarlega skapar nýja von fyrir börn sem bundin voru í þrælavinnu en sjá nú fram á betri framtíð, fyrir tilstuðlan jafnaldra á Íslandi!

Hjálparstarfið þakkar þessum fyrirmyndar unglingum stuðninginn.

Til baka