Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
"Ferðin hefur verið frábær upplifun" segja sjálfboðaliðar á Indlandi 14.02.2011

Katrín Þóra Jóhannesdóttir, Halldóra Kristín Magnúsdóttir og Arna Garðarsdóttir sjálfboðaliðar hafa undanfarnar vikur sent okkur pistla um dvöl sína á Indlandi. Hér kemur síðasti pistillinn: 

Nú er dvöl okkar á Indlandi að ljúka. Þegar við skildum við ykkur siðast höfðum við lokið siðasta” health campinu” okkar og framundan voru heimsóknir til sérfræðilækna. Næstu eina og hálfa vikuna fórum við og hittum m.a. meltingarsérfræðing, lungnalækni, bæklunarlækni, tannlækni og skoðuðum háskólasjúkrahús. Það var mjög ólíkt því sem við höfðum upplifað í þorpunum. Tæknin og lyfin virðast vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á þeim. Einnig var gaman að skoða háskólasjúkrahúsið, en þar var mjög nemendavænt umhverfi og andrúmsloft.

UCCI stendur að því að gefa ókeypis lyf til fátækra, en þar að auki eru gerðar minni aðgerðir á spítalanum, s.s. augasteinaskipti. Um 50 einstaklingar eru nú á biðlista eftir slíkum aðgerðum og er beðið eftir fjármagni til að geta sinnt þeim. Hjá þeim sjúklingum sem við sáum var beðið með aðgerðir þar til skýið á augasteininum var orðið mjög stórt og mikið og fólk nær blint. Ein slík aðgerð kostar ca. 1200 rúpíur sem eru um 3500 kr. Hægt er að gera um 20 slíkar aðgerðir á dag í Karuna Health Center, en þær eru yfirleitt framkvæmdar á laugardögum eða sunnudögum. Við fengum að sjá augnaðgerð einn sunnudaginn.

Á miðvikudeginum 26. janúar var þjóðhátíðardagur Indverja og að því tilefni var okkur boðið að vera vidstaddar athöfn vid Emanuel skólann, svo við klæddum okkur að sjálfsögðu upp í okkar finasta púss (sem hér er sarí). Okkur var boðið að taka virkan þátt í athöfninni, þannig dró Halldóra indverska fánann að húni, Katrin hélt ræðu og við deildum allar út verðlaunum til barnanna. Krakkarnir sungu, sýndu dansa og þeir fullorðnu héldu ræður og deildu eins og fyrr sagði út verðlaunum fyrir ýmis afrek, t.d. fyrir góða frammistöðu í krikket og stóladansi. Undir lokin kallaði Nalini okkur upp og gaf okkur sjöl úr kasmírull og þakkaði okkur fyrir það sem við höfum gert og faðmaði okkur að sér. Við vorum allar hrærðar yfir þessu og eiginlega með tárin í augunum.

Síðasta kvöldið okkar í Kethanakonda fórum við upp á heimavist stúlknanna. Sátum á mottum á gólfinu umkringdar börnum. Þar fengum við unglindsstúlku til að teikna fallegt hefðbundið indverskt henna (húðmálun) á hendur okkar. Krakkarnir voru öll mjög innileg og sum beinlínis héngu um hálsinn á okkur. Okkur þótti mjög erfitt að kveðja alla í Kethanakonda þar sem það var orðið okkar annað heimili. Allir þar tóku svo vel á móti okkur og eigum við eftir að sakna fólksins mest af öllu. Ferðin hefur verið frábær upplifun og við erum himinlifandi yfir að hafa fengið þetta tækifæri.

Til baka