Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jólasöfnun til neyðarhjálpar á Íslandi og til vatnsverkefna í Afríku 27.11.2009

 

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst formlega með messu í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnudag kl. 11. Um leið opnar ljósmyndasýning Hjálparstarfsins með myndum frá Súdan og Indlandi í anddyri kirkjunnar. Það fé sem safnast mun renna til neyðaraðstoðar á Íslandi og til vatnsverkefna í Afríku.

Valgreiðsla í heimabanka
Valgreiðsla að upphæð 2.500 krónur bíður landsmanna í heimabankanum. Upphæðin rennur til helminga til aðstoðar innanlands og til vatnsverkefna í Afríkuríkjunum, Malaví, Úganda og Eþíópíu.
 
Umsóknafjöldi margfaldast
Vegna kreppunnar hefur þörfin fyrir aðstoð hér heima aukist gríðarlega. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur umsóknafjöldinn í októbermánuði fimmfaldast, var árið 2007 171 og í ár 886. Að baki hverri umsókn eru 2,7 einstaklingar að meðaltali sem þýðir að meira en 2300 einstaklingar nutu góðs af aðstoðinni í októbermánuði síðastliðnum. Einnig hefur hrun íslensku krónunnar leitt til þess að skuldbindingar í tengslum við erlend verkefni, sem eru í dollurum, hafa hækkað mjög.
 
Fleiri leiðir til að taka þátt
Þeir sem vilja velja málefni sem gjöfin á að renna til geta farið á styrktarsíðuna www.framlag.is og valið úr fjölda verkefna innanlands og utan. Hægt er að hringja í söfnunarsíma 907 2002 og gefa 2.500 kr. til aðstoðar innanlands, 907 2003 fyrir aðstoð erlendis. Gjafabréfasíðan www.gjofsemgefur.iser mjög vinsæl og margir nýta sér hana til að finna jólagjöf sem skilar sér til þriðja aðila á Íslandi eða úti í heimi. Einnig má leggja inn á reikning 0334-26-50886 kt. 450670-0499.
 
 
Til baka