Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
ACT Alliance hefur miðlað 12 milljörðum króna til Haítí 10.02.2011

Hjálparstarf kirkjunnar veitir mest af sinni neyðarhjálp í gegnum ACT Alliance en einnig beint til samstarfsaðila á hverju svæði. Hjálparstarfið er einn 100 aðila að ACT  Alliance. Samtökin veita neyðarhjálp, vinna að uppbyggingu í kjölfar neyðar og langtíma þróunarstarfi. Samtökin vinna í 130 löndum. Neyðar og uppbyggingarstarf á Haítí er gott dæmi um hversu öflug samtökin eru.

Fyrir jarðskjálftann störfuðu fjórir ACT-aðilar að þróunarverkefnum á Haítí. ACT var því í góðri aðstöðu til að veita neyðaraðstoð strax eftir skjálftann. Nú eru 12 ACT-aðilar starfandi á Haítí í nánu samstarfi á vettvangi og við fjölda ACT-aðila um heim allan. Á síðustu tólf mánuðum hefur ACT-Alliance miðlað 12 milljörðum króna til hjálparstarfa á Haítí. ACT miðlar sérfræðingum innan sinna vébanda til svæðisins til að vinna að öllum þáttum þess frá heildarmati á stöðunni, til framkvæmdar og gæðaeftirlits.

Fyrst eftir skjálftann snerist starfið um að bjarga mannslífum, sinna slösuðum og mæta brýnustu nauðþurftum, hreinsa til í rústum, útvega drykkjarvatn, byggja upp hreinlætisaðstöðu, setja á laggirnar áfallamiðstöðvar fyrir börn, veita börnum og fullorðnum áfallahjálp og bráðabirgðaskjól reist í stað hruninna heimila.

Nú rúmlega ári síðar hafa 600.000 manns fyrir tilstuðlan ACT-Allaince fengið fjölbreyttan stuðning sem felst m.a. í mat, lyfjum, beinum fjárstuðningi, endurbyggingu heimila, bráðabirgðaskjóli, skólastarfi, ráðgjöf og áfallahjálp. ACT vill reyna að veita einstaklingum og fjölskyldum heildstæða og umvefjandi hjálp sem byggir upp til framtíðar og gefur tækifæri og grundvöll til að geta staðið á eigin fótum.  Skólabyggingar hafa verið reistar og börnum séð fyrir skólagögnum svo þau geti hafið skólagöngu á ný. Heilsustofnanir hafa fengið lækningatæki og lyf, hjólastóla og önnur hjálpartæki fyrir slasaða og fatlaða. Í 22 búðum með þúsundum íbúa sem enn búa í bráðabirgðahúsnæði útvegar ACT nauðsynlegar vatnsbirgðir. Á landsbyggðinni hefur sáðkorni verið dreift til þeirra sem hafa aðgang að landspildu til að rækta á.

Eftir jarðskjálftann sem tók 230.000 mannslíf og eyddi hundruðum þúsunda heimila,  fellibyl í kjölfarið og kólerufaraldur sem hefur banað 3.650 einstaklingum er ljóst að margra ára uppbyggingarstarf er framundan á Haítí. Umfang og stærð þessa verkefnis má ekki verða til þess að við gefumst upp. Horfum til þeirra einstaklinga sem við getum hjálpað. Fyrir þeim er þetta stuðningur sem skiptir öllu máli, skilur milli lífs og dauða. Beatrice og Fortune eru dæmi um manneskjur sem fengu neyðarhjálp og stuðning  til að komast af í búðum á vegum ACT. Nú eru þær komnar í varanlegt húsnæði og horfa bjartsýnar til framtíðar.  Beatrice Jean Louis var ófrísk þegar jarðskjálftinn reið yfir og hún missti heimili sitt, hún fékk  í ágúst afhent nýtt hús þrem dögum síðar fæddi hún barnið í nýja húsinu. Fortune Pierre er 88 ára gömul hún missti allt sitt og heilsu hennar stóð ógn af að búa í tjaldi við slæmar aðstæður, nú býr hún í nýju húsi „með fallegu bárujárnsþaki  og betri framtíð“ eins og hún segir sjálf.

Hægt er að kynna sér ástandið á Haíti á þessum síðum: 

www.acktallianc.orgog www.trust.org/alertnet/multimedia/in-focus/haiti/

Til baka