Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
“Gaman að taka þátt í öllu því góða starfi sem fram fer hér” 25.01.2011

Hér kemur pistill númer 2 frá sjáfboðaliðunum Katrínu Þóru, Halldóru Kristínu og Örnu sem eru staddar á Indlandi:

Dvöl okkar hér heldur áfram ævintýri líkust. Heimavist barnanna er i húsinu á móti okkur og við hittum því börnin gjarnan hérna fyrir utan. Þau eru alltaf mjög spennt og spyrja okkur margra spurninga, vilja þó helst vita hvað við heitum og hvert við erum að fara. Að fara i göngutúr er ekki beint indversk venja. Síðustu helgi fórum við í leiki með börnunum, þau kenndu okkur meðal annars krikket. Einnig spiluðum við  við þau m.a. Svarta Pétur og samstæðuspil. Það er gaman að sjá að öll börnin hér eru hraustleg og einkar glaðlynd. Mynd frá skólastarfinu.

 Alla vikuna höfum við farið í þorpin hér i kring med ,,Health Camp’’ á mánudag og þriðjudag vorum við þrjár í fylgd tveggja hjúkrunarfræðinga, læknirinn var ekki med þessa daga. Annar hjúkrunarfræðingurinn túlkaði fyrir okkur kvartanir sjúklinga og hinn skráði inn sjúklinga og uthlutaði lyfjum sem við skrifuðum upp á. Þessa daga hittum vid 59 og 68 sjúklinga á rúmlega tveimur klukkustundum, ekki alveg það sem maður á að venjast heima. Um tvær mínútur á sjúkling þykir feiki nóg hér, en á Íslandi er fólk ósátt við 15-20 mínútur á mann í næði.

Eftir hádegi á miðvikudag tókum við þátt í að undirbúa og úthluta matargjöfum til HIV smitaðra einstaklinga, sem er verkefni a vegum UCCI (United Christian Church of India). Það var mjög ánægjulegt og væri gaman ef þau gætu fjölgað í hópi þeirra sem fá þessa aðstoð. En hér eru miklir fordómar fyrir HIV smituðum og eru þeir oft útskúfaðir úr samfélaginu. En þetta voru mikið til konur og einnig eru nokkur börn í hópnum.

 Á laugardagsmorgunn fór Arna med Ani hjúkrunarfræðingi sem starfar við heilsufarseftirlit í einum skólanum hérna á svæðinu. Þær hittu 25 tíu ára drengi á um klukkustund. Á meðan vorum við Katrin vaktar og tjáð að það væri fólk að bíða eftir okkur á spítalanum, sem við skildum ekkert í þar sem við áttum að eiga frí þennan dag. Í ljós kom að við áttum að úthluta hrísgrjónum til fátækra úr nálægum þorpum og bara gleymst að segja okkur frá því. En við gerðum það að sjálfsögðu með glöðu geði og höfðum gaman af. UCCI fer í þorpin hér í kring og spyrst fyrir um fátækt fólk, skráir það á lista og úthlutar þeim reglulega hrísgrjónum.

Það er mjög gaman að fá tækifæri til að vera hér og taka þátt í öllu því góða starfi sem fram fer hérna.

Til baka