Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
“Allt öðruvísi en á Íslandi” segja sjálfboðaliðar á Indlandi. 24.01.2011

Katrín Þóra Jóhannesdóttir, Halldóra Kristín Magnúsdóttir og Arna Garðarsdóttir eru um þessar mundir staddar í bænum Ketanakonda á Indlandi. Þær eru 25 ára, tvær á lokaári í læknisfræði, þær Halldóra og Katrín, og Arna er hjúkrunarfræðingur. Þær eru sjálfboðaliðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og munu vinna á heilsugæslustöð í bænum í sex vikur. Þær stöllur sendu okkur nokkrar línur um ferðina út og dvölina fyrstu dagana:

Við lentum i Chennai aðfaranótt 3. janúar eftir tveggja daga ferðalag sem hófst med flugi til London. Hjalparstarf kirkjunnar hafði komið okkur í samband við prest þar að nafni Martin. Okkur til mikillar gleði beið hann eftir okkur á flugvellinum þrátt fyrir 1,5 klst. seinkun a fluginu okkar. Hann reyndist okkur mjög vel og við vorum aðstoðinni fegnar nýkomnar i ókunnugt land.

“Iceland”

Eftir 7 klst. lestarferð komum við til Kethanakonda að kvöldi 4. janúar. Við höfðum ekki einu sinni stigið út úr lestarvagninum þegar við heyrðum kallað “Iceland”. Þar var hann Joshua kominn, en hann er hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður Nalini sem er yfirmaður yfir starfinu hér í Ketanakonda. Hann hefur verið okkur innan handar síðan við komum. Við gistum í íbúð i eigu UCCI (United Christian Church of India) sem við deilum med fjórum einstaklingum sem eru hér a vegum India Quest.

Heilsuþjónusta fyrir fátæka

Á daginn förum við yfirleitt i “Health Camp”, en það þýðir að við förum með lækni ásamt fleirum i mismunandi þorp hér í kring og hittum þorpsbúa sem þurfa a læknisaðstoð að halda. Joshua er túlkur fyrir okkur, en fólkið í þorpunum talar aðallega Telugu sem við skiljum auðvitað ekki upp né niður í. Þessi þjónusta er ókeypis og við getum gefið fólkinu akveðin lyf en bara lítið í hvert skipti. Þetta er ansi ólíkt því sem við eigum að venjast heima, vid sitjum yfirleitt úti í skugga og fólkið stendur i röð og bíður eftir viðtali. Fyrstu tvo dagana okkar var augnlæknir með i för og við vorum ánægðar að sjá að jafnvel fátæka fólkið úti í þorpunum getur fengip einfaldar augnaðgerðir eins og augasteinaskipti. Ýmislegt annað sem stendur Íslendingum til boða er þó of dýrt eins og liðskipti.

Krikket vinsælast

Við fengum tveggja daga frí vegna hindúahátíðar og gátum nýtt þann tíma til að heimsækja skólana sem eru hér rétt hjá heilsugæslunni. Það eru Janet English Medium School og Janet Junior Collage. Sá fyrri er grunnskóli með nemendum frá forskólaaldri og upp í 10. bekk og þau læra ensku en sá síðari er það sem þau kalla Intermediate School, þar eru t.d. krakkar sem eru að búa sig undir að fara i hjúkrunarnám og aðrir sem stefna a verkfræði. Þar er kennt bæði á ensku og Telugu.

Okkur leist vel a skólana og fannst afskaplega gaman að hitta krakkana. Þau eldri í grunnskólanum tala agætis ensku og höfðu margar spurningar varðandi Ísland, en við komum med póstkort til að sýna þeim myndir að heiman. Strákarnir voru forvitnir um hvaða íþróttir væru spilaðar á Íslandi, en þeir hafa flestir mestan áhuga á krikket sýndist okkur. Krakkarnir i Junior Collage töluðu mun minni ensku en vildu endilega heyra okkur taka lagið, svo við sungum Öxar við ána fyrir þau en sögðum þó stopp þegar þau báðu okkur að dansa. UCCI er einnig með annan skóla, Emanuel High School, en við höfum ekki heimsótt hann ennþá.

 

Við erum mjög ánægðar með dvöl okkar á Indlandi hingað til og hlökkum til að halda starfi okkar hérna áfram.

Til baka