Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Ár síðan jarðskjálftinn reið yfir Haítí 14.01.2011

Nú er rúmlega ár síðan jarðskjálftinn mikli reið yfir Haítí með hrikalegum afleiðingum, 230.000 manns lét lífið, hundruð þúsunda slösuðust og um milljón lifir enn í búðum. En þrátt fyrir allt hefur mjög mikið verið gert og fjölmargir fengið hjálp. Með stuðningi frá almenningi og 13 milljóna króna framlagi frá Utanríkisráðuneytinu hefur Hjálparstarf kirkjunnar veitt 27,6 milljónum króna til neyðarhjálpar á Haítí í gegnum ACT-Alliance sem Hjálparstarfið er aðili að.  ACT-Alliance stendur fyrir mjög öflugu uppbyggingarstarfi sem má lesa um á heimasíðu ACT-Alliance og síðunni tust.org. og skoða þar myndir og myndbönd. Miklu skiptir að hjálparsamtök fylgi ströngum kröfum um meðferð fjármuna og fylgi gæðastöðlum um veitta aðstoð. Það gerir ACT Alliance. Spilling í samfélaginu hefur víðtæk áhrif, lesið hér frétt um samband spillingar og jarðskjálfta.

Til baka