Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Nemendur Kirkjubæjarskóla á Síðu láta ekki sitt eftir liggja 21.12.2010

Nemendur Kirkjubæjarskóla á Síðu láta ekki sitt eftir liggja í því að styðja þá sem minna mega sín. Yngra-stigið hefur með hjálp tónmenntakennara síns Guðmundar Óla Sigurgeirssonar gefið út disk með aðventu- og jólalögum og selt til ágóða fyrir Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn. 8., 9. og 10. bekkingar ákváðu að að gefa hvert öðru ódýrari gjafir og láta hluta renna til sömu samtaka. Með þessum hætti tókst nemendum að safna samtals 35.000 krónur sem skiptast á Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn. Hjálparstarfið þakkar frábært framtak og stuðninginn sem kemur sér vel nú þegar margir eiga um sárt að binda.

Til baka