Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Dugleg börn í leikskólanum Hádegishöfða 15.12.2010

Við fengum skemmtilega kveðju frá Láru G. Oddsdóttur sóknarpresti í Valþjófsstðaprestakalli:

Í morgun komu börnin af leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ á Fljótsdalshéraði í árlega heimsókn til prestsins síns í Kirkjuselið í Fellabænum.Þau hlýddu á frásögn um jólaguðspjallið og sungu jólalög.En þau komu líka færandi hendi.  Þau afhentu prestinum sínum gjöf sem átti að fara til Hjálparstarfs kirkjunnar og það var mjög sérstök gjöf.  Þau höfðu nefnilega búið til jólakort á leikskólanum og svo seldu þau mömmu og pabba kortin til þess að safna fyrir Hjálparstarfið.  Þegar búið var að telja upp úr bauknum í bankanum kom í ljós að þar voru alls kr. 23. 095,-- sem lagt var inn á jólasöfnunarreikning Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Á meðfylgjandi mynd sést hópurinn af leikskólanum  Hádegishöfða og ef glöggt er skoðað sést að börnin tvö á miðri myndinni halda á söfnunarbaukunum.  Myndina tók Þórey Birna Jónsdóttir.

Innilegar þakkir fyrir þessa frábæru gjöf og Guð gefi ykkur öllum góðar stundir.

Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli.

Til baka