Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Pokasjóður gefur 20 milljónir til Jólaaðstoðar 2010 15.12.2010

Pokasjóður afhenti í dag 20 milljónir króna til Jólaaðstoðar 2010, til að deila út fyrir jólin. Að aðstoðinni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Rauði krossinn í Reykjavík og Hjálpræðisherinn. Framlag Pokasjóðs er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum þeirra sem standa að sjóðnum. Inneign á kortunum er ýmist 5.000 eða 10.000 kr.

Áætlað er að gjafakortin nýtist tvö þúsund fjölskyldum, en fjöldi korta fer eftir fjölskyldustærð. Gjafakortin nýtast til kaupa á öllum vörum til jólanna sem fást í verslunum innan Pokasjóð, en þær eru 75 talsins um allt land.

Aðstandendur Jólaaðstoðar 2010 deila út aðstoð sinni í jólavikunni á grunni umsókna sem borist hafa. Útdeiling er sameiginleg frá Skútuvogi 3. Allar umsóknir um aðstoð eru samkeyrðar við umsóknir til Mæðrastyrksnefnda og Rauðakrossdeilda í Kópavogi og Hafnarfirði. Þannig er best tryggt að allir fái hjálp sem þurfa og ekki sé um tvítekningar að ræða. Mæðrastyrksnefndir og Rauðakrossdeildir í Kópavogi og Hafnarfirði eru þó með eigin útdeilingu, aðskilda frá Jólaaðstoð 2010.  

Mynd f.v.: Bjarni Finnsson frá Pokasjóðnum, Erna Lúðvíksdóttir frá Rauða krossinum í Reykjavík, Jónas Þ. Þórisson frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Paul  William frá Hjálpræðishernum og Jóhannes Jónsson frá Pokasjóði.

Til baka