Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi skilar 81 Aukapoka 14.12.2010

Þann 11. desember síðastliðinn var haldinn hinn árlegi Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi. Þar gafst bæjarbúum og gestum tækifæri til að koma saman og láta gott af sér leiða. Margt skemmtilegt var í boði í íþróttamiðstöðinni til dæmis handverksmarkaður, kaffisala, föndur, upplestur, fatasöfnun og matarpokasöfnunin, Auka pokinn, fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Innkaupapokum frá Krónunni var dreift í hús daginn áður en Krónan er einn af samstarfsaðilum Hjálparstarfsins um Aukapokann. Afraksturinn var 81 pokar fullir af matvörum sem nýtast munu fjölskyldum á Íslandi.  Hjálparstarfið þakkar framkvæmdaraðilum og Álftnesingum innilega fyrir stuðninginn. Hann kemur sér sannarlega vel.

Til baka