Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Nemendur í Birkimelsskóla leysa 12 börn á Indlandi úr skuldaánauð 10.12.2010

Nemendur í Birkimelsskóla í Vesturbyggð hafa á aðventunni búið til jólakort og selt til ágóða fyrir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem þrælabörn á Indlandi eru leyst úr skuldaánauð. Átta nemendur bjuggu til falleg og frumleg jólakort og seldu fyrir 60.000 krónur. Þórunn Jónatansdóttir kennari afhenti Jónasi Þ. Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins gjöfina. Jónas þakkaði innilega fyrir og bað fyrir bestu kveðjum til barnanna sem stóðu sig svona frábærlega vel.

Þessi upphæð dugar til að leysa 12 börn úr skuldaánauð. "Geri aðrir betur" saqði Jónas.

Til baka