Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Jólasveinar búnir að krækja í geitur og kýr 10.12.2010

Menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar í gær þegar Þvörusleikir kom askvaðandi inn og vildi gefa 10 kýr og 30 geitur og bjóða 10 íslenskum börnum dvöl í sumarbúðum næsta sumar. Hann heimtaði að komast að tölvu til að gera þessi innkaup á gjafabréfasíðunni gjöfsemgefur.is. Gjöfin jafgildir 606.000 kr.

 Smám saman kom í ljós að Þvörusleikir var kominn á vegum Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms sem heimsækir hundruð leikskóla, fyrirtækja og einstaklinga fyrir jólin með boðskap og grín og gefur 20% af veltunni til Hjálparstarfs kirkjunnar. Jólasveinaþjónustan hefur nú gefið tæplega 6 milljónir til Hjálparstarfsins á 13 ára starfsferli sínum. Fénu í ár verður, eins og Þvörusleikir bað um, varið til verkefna bæði í Afríku og hér heima. Úti eru kýr og geitur hluti af verkefninu en hér heima njóta börn í efnalitlum fjölskyldum.

Hjálparstarfið þakkar sveinunum dyggan stuðning.

Til baka