Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
8.000.000 söfnuðust fyrir vatni í fermingarbarnasöfnun 25.11.2009

Rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 9. og 10. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Féð sem þau söfnuðu rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda.

67 prestaköll tóku þátt. Árangur af söfnuninni er betri en í fyrra en þá söfnuðust 7,7 milljónir króna. Metárið 2007 söfnuðust 8,2 milljónir króna. Hjálparstarf kirkjunnar þakkar öllum sem gáfu, fermingarbörnum fyrir dugnað og prestum og kirkjustarfsmönnum samstarfið.

Til baka