Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Gefðu gjöf sem skiptir máli 24.11.2010

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er að fara í gang. Þriðja árið í röð renna framlög í jólasöfnun til helminga í aðstoð innanlands og til vatnsverkefna í Afríku. Valgreiðsla að upphæð 2.500 krónur er send í heimabanka landsmanna. Að auki minnum við á styktarsíðu okkar framlag.is þar sem hægt er að styrkja verkefni að eigin vali og gjafabréfasíðu okkar gjofsemgefur.is þar sem er að finna skemmtilegar jólagjafir sem nýtast þeim sem þurfa á stuðningi að halda. Reikningur söfnunarinnar er 0334-26-50886 kt. 450670-0499.

Í fátækustu ríkjum Afríku vinnum við að því að útvega hreint vatn og bæta þar með heilsu og almenna afkomu. Við eflum fólk til sjáfshjálpar og styrkjum konur sértaklega. Hér heima veitum við fjölskyldum í fjárhagsvanda aðstoð með ráðgjöf, mat, fatnaði, lyfjagreiðslum og stuðningi við börn. Það eru því margir sem treysta á þitt framlag, bæði hér heima og erlendis. Valgreiðsla bíður þín í heimabankanum. Gefðu gjöf sem skiptir máli. Hjálparstarf kirkjunnar.

Til baka