Reikningsnúmer:
Verkefni erlendis:
0334-26-50886
Verkefni innanlands:
0334-26-27
kt. 450670-0499
Söfnunarsímar
907 2002
hjálp heima, 2500 kr.
907 2003
hjálp erlendis, 2500 kr.
viltukaupagjafabref
Viltu senda
minningarkort?
Frábær fermingarbörn! 12.11.2010
Brunnur í verkefni Hk í Malaví.

Það er sannarlega hægt að segja að fermingarbörn landsins séu frábær, þau hafa undanfarna daga safnað fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Gengið í hús í sínu hverfi í rigningu, í roki, í kulda og frosti, ekkert hefur aftrað þeim frá því að láta gott af sér leiða. Prestar og starfsfólk kirkna hefur skipulagt söfnunina frábærlega og hvatt börnin til dáða og landsmenn tekið þeim mjög vel.  Ekki eru allir búnir að leggja inn en nú er upphæðin komin í 6.2 milljónir  króna sem er frábært! Spennandi verður að sjá hver endanleg tala verður. Innilegar þakkir til allra sem hafa lagt hönd á plóg!

Til baka